Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sveinspróf í pípulögnum tekið í FS eftir rúmlega 20 ára hlé
Föstudagur 11. júní 2004 kl. 12:25

Sveinspróf í pípulögnum tekið í FS eftir rúmlega 20 ára hlé

Sveinspróf í pípulögnum var haldið í fyrsta sinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá árinu 1981 í dag og í gær. Átta manns tóku sveinsprófið, en þeir smíðuðu líkan af hitakerfi.
Að meðaltali tók smíðin um 16 klukkustundir og sögðu Skarphéðinn Skarphéðinsson formaður félags pípulagningameistara og Helgi Pálsson formaður sveinafélags pípulagningamanna að smíðin væri nokkuð flókin.
Sveinarnir sem tóku prófið hafa verið á námssamningi og nú þegar þeir öðlast sveinsréttindi í pípulögnum geta þeir farið í meistaranám eða annað tækninám.

Myndin: Skarphéðinn Skarphéðinsson formaður félags pípulagningameistara og Helgi Pálsson formaður sveinafélags pípulagningamanna fylgjast með einum þeirra sem tók sveinsprófið í pípulögnum í FS í dag. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024