Sveinn Alfreðsson ráðinn skólastjóri í Vogum
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt tillögu fræðslunefndar um að Sveinn Alfreðsson, deildarstjóri fjölgreinanáms í Lækjarskóla verið ráðinn skólastjóri Stóru-Vogaskóla.
Í umsögn má meðal annars lesa eftirfarandi:
Sveinn hefur víðtæka menntun, m.a. framhaldsmenntun í stjórnun og sérkennslufræði, reynslu af þróunarstarfi, fjölbreytta reynslu af kennslu og stjórnun. Þróunarstarf það sem byggt hefur verið upp í Hafnarfirði, við mjög krefjandi aðstæður, undir forystu Sveins hefur þótt mjög árangursríkt og vakið mikla athygli. Auk þess hefur hann hlotið sérstakar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars viðurkenningu landssamtaka foreldra, Heimilis og skóla, auk foreldraverðlauna foreldraráðs Hafnarfjarðar. Hann á að baki mjög farsælan feril sem kennari og stjórnandi. Sveinn hefur verið leiðandi í þróun nýsköpunarkennslu og hefur kennt og verið prófdómari á námskeiðum á háskólastigi.
Nemendur Stóru- Vogaskóla eru um 220 og kennarar rúmlega 20.
Í umsögn má meðal annars lesa eftirfarandi:
Sveinn hefur víðtæka menntun, m.a. framhaldsmenntun í stjórnun og sérkennslufræði, reynslu af þróunarstarfi, fjölbreytta reynslu af kennslu og stjórnun. Þróunarstarf það sem byggt hefur verið upp í Hafnarfirði, við mjög krefjandi aðstæður, undir forystu Sveins hefur þótt mjög árangursríkt og vakið mikla athygli. Auk þess hefur hann hlotið sérstakar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars viðurkenningu landssamtaka foreldra, Heimilis og skóla, auk foreldraverðlauna foreldraráðs Hafnarfjarðar. Hann á að baki mjög farsælan feril sem kennari og stjórnandi. Sveinn hefur verið leiðandi í þróun nýsköpunarkennslu og hefur kennt og verið prófdómari á námskeiðum á háskólastigi.
Nemendur Stóru- Vogaskóla eru um 220 og kennarar rúmlega 20.