Sveinbjörn ræktunarmaður Mána 2014
Á aðalfundi Mána sem haldin var nóvember hlaut Sveinbjörn Bragason verðlaun sem ræktunarmaður Mána 2014. Hann hlaut þau fyrir að rækta gæðinginn og stóðhestinn Nagla frá Flagbjarnarholti sem hlaut í kynbótadómi fyrir sköpulag 7,97 og hæfileika 8,65 aðaleinkun 8,38.
Nagli keppti einnig í A-flokki gæðinga á Landsmótinu sem haldið var í sumar fyrir hönd Mána og þar vakti hann mikla athygli og varð þar í 4 sæti.
Sveinbjörn hefur verið að gera frábæra hluti í ræktun hrossa og er skemmst að minnast m.a hins víðfræga Framherja frá Flagbjarnarholti .