Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sveiflaði hníf og hræddi fólk
Þriðjudagur 9. júní 2020 kl. 09:28

Sveiflaði hníf og hræddi fólk

Verkefni lögreglunnar á Suðurnesjum hafa verið margvísleg á síðustu dögum. Um helgina barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi sem væri að sveifla hníf og hrella fólk. Hann var handtekinn og vistaður í klefa á lögreglustöð.

Þá féll kona út úr hópferðabifreið og slasaðist á fæti. Karlmaður féll í tröppum og slasaðist á höfði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bifreið var svo ekið á steinvegg í Keflavík með þeim afleiðingum að öryggisloftpúðar sprungu út. Ökumaðurinn slapp án meiðsla.