Sunnudagur 29. apríl 2007 kl. 12:59
Sveiflaði glerflösku og ógnaði vegfarendum
Lögreglumenn þurftu í þrígang að hafa afskipti af fólki vegna slagsmála eða ölvunaróláta við skemmtistaði Reykjanesbæjar í nótt og var einn ölvaður maður handtekinn eftir að hafa sveiflað glerflösku og ógnað vegfarendum. Hann fékk að sofa úr sér áfengisvímuna í fangaklefa.