Svefnvana í Tjarnahverfi
Íbúar í Tjarnahverfi nálægt Akurskóla í Reykjanesbæ máttu þola mikið ónæði í gærkvöldi og fram eftir nóttu þar sem viðvörunarkerfi skólans fór síendurtekið í gang með tilheyrandi hávaða. Lögregla fékk margar ábendingar í kjölfarið og kom í ljós að kerfið var bilað. Viðgerð hefur nú staðið yfir og vonandi geta allir sofið rótt í nótt.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson - Akurskóli í Reykjanesbæ
Loftmynd/Oddgeir Karlsson - Akurskóli í Reykjanesbæ