Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svefngengill undir stýri í Keflavík
Miðvikudagur 22. júlí 2009 kl. 13:17

Svefngengill undir stýri í Keflavík


Þrettán ára gömul stúlka tók bifreið traustataki í Húsafelli í nótt og ók henni til Keflavíkur. Svo virðist sem stúlkan hafi verið í fastasvefni er hún stal bifreiðinni en hún á vanda til að ganga um í svefni. Mbl.is greinir frá þessu.

Samkvæmt heimildum mbl.is var það athugull vegfarandi í Keflavík sem sá til sérkennilegs aksturslags bifreiðarinnar. Þegar betur var að gáð reyndist barn vera undir stýri.  Ekkert sér á bifreiðinni eftir næturævintýrið.

Sjá nánar frétt mbl.is hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024