Svefn hinna réttlátu truflaður
Í nótt þurfti lögregla að fara í fjögur heimahús í Keflavík og Njarðvík vegna tilkynninga um ónæði. Þar var rætt við húsráðendur og þeir beðnir um að sýna öðrum íbúum tillitssemi.
Við umferðareftirlit í Keflavík stöðvaði lögregla ökumann grunaðan um ölvun við akstur. Eftir blóðsýna- og skýrslutöku var hann frjáls ferða sinna.