Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Svava Bogadóttir nýr skólastjóri Stóru- Vogaskóla
Fimmtudagur 10. apríl 2008 kl. 09:28

Svava Bogadóttir nýr skólastjóri Stóru- Vogaskóla

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt tillögu fræðslunefndar um að ráða Svövu Bogadóttur í starf skólastjóra Stóru- Vogaskóla. Hún tekur við af Sveini Alfreðssyni sem lætur af störfum í lok skólaárs.

Svava er deildarstjóri sérkennslu í Njarðvíkurskóla. Í greinargerð á heimasíðu Voga segir að hún hafi góða menntun, m.a. framhaldsmenntun í stjórnun og stjórnsýslu frá KHÍ og HÍ, og fjölþætta reynslu í kennslu og stjórnun. Hún hefur gegnt stöðu skólastjóra, verið aðstoðarskólastjóri, fagstjóri og deildarstjóri í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum og í Njarðvíkurskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umsækjendur um stöðu skólastjóra Stóru- Vogaskóla voru fimm, Hilmar Þór Hafsteinsson, Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir, Jón Rúnar Hilmarsson, Svava Bogadóttir og Valdimar Víðisson.

www.vogar.is