Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svartur senuþjófur á vefmyndavél Sandgerðisbæjar
Föstudagur 5. október 2007 kl. 00:10

Svartur senuþjófur á vefmyndavél Sandgerðisbæjar

Það var fremur óvenjuleg sjón sem blasti við einum íbúa Sandgerðis þegar hún kíkti á vefmyndavél á vefsíðu Sandgerðisbæjar í gær.

Þar hafði járnsmiður komið sér vel fyrir og var ekkert á því að færa sig svo notendur vefmyndavélarinnar gætu notið útsýnisins yfir Sandgerðishöfn. Frá þessu er greint á samfélagsvefnum www.245.is í Sandgerði og birtist meðfylgjandi mynd þar og sýnir hún feitan og pattaralegan járnsmiðinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024