Svartsengi í öllum regnbogans litum
Orkuver HS Orku í Svartsengi er upplýst í öllum regnbogans litum nú um jólahátíðina. Starfsmenn í orkuverinu settu litaðar plötur fyrir útikastaralýsingu og eru nú byggingar og gufustrókarnir upplýstir í öllum regnbogans litum.
Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi í Svartsengi síðdegis í gærdag.