Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svartaþoka á 20 mínútum!
Þriðjudagur 22. febrúar 2005 kl. 18:53

Svartaþoka á 20 mínútum!

Veðurguðirnir komu heldur betur aftan að ljósmyndara Víkurfrétta nú á sjöunda tímanum í kvöld. Okkar maður hafði tekið yfirlitsmynd yfir Reykjanesbæ til að segja frá því að nú væri þokan á undanhaldi, sem legið hefur yfir Reykjanesskaganum og Reykjavík í allan dag. Myndin var vart komin inn á tölvukerfi blaðsins og á leiðinni inn á Netið þegar okkar manni var litið út um gluggann, svona rétt sí svona. Viti menn! Það sást vart á milli húsa fyrir þoku! Hvar endar þetta eiginlega er okkur spurn?

Á  vef Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir hægviðri og þokulofti sunnan til fram á morgundaginn og hita frá einu og upp í sjö stig.

Meðfylgjandi myndir eru teknar annars vegar kl. 18:04 og hins vegar kl. 18:25 og þær segja meira en mörg orð um þær breytingar sem orðið geta á veðrinu hér á landi á ekki lengri tíma

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024