Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svarta pakkhúsið: Kökubasar, markaður og afsláttur í Gallerýi
Laugardagur 21. nóvember 2009 kl. 13:41

Svarta pakkhúsið: Kökubasar, markaður og afsláttur í Gallerýi

Í dag, laugardaginn 21. nóvember verður haldinn kökubasar í fremri sal Svarta pakkhússins að Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ. Allur ágóði kökubasarsins rennur til styrktar Fjölskylduhjálpar á Suðurnesjum. Þar mun einnig fara fram markaður þar sem ýmsir aðilar koma saman og selja vörur sínar.

Í Gallerýinu, þar sem íslenskt handverk er á mjög góðu verði, verður gefinn 10% afsláttur aðeins þennan eina dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Lukkupottur verður í anddyri hússins, þar sem hægt verður að setja nafn sitt ásamt símanúmeri í pott. Dregið verður úr pottinum í lok dags og haft samband við viðkomanda.

Lesið verður úr barnajólabókinni Kertasníkir leysir frá skjóðunni kl. 14 og aftur kl. 16. Kaffi verður á könnunni og Svali handa börnunum. Allir velkomnir.