SVART OG SYKURLAUST
Feit staða lausEin feitasta forstjórastaða á Suðurnesjum hefur verið auglýst. Nýr forstjóri nýs sameinaðs fyrirtækis, Keflavíkurverktaka hf. verður ráðinn í haust. Ljóst er að margir verða til kallaðir en fáir útvaldir. Kunnugir telja líklegt að nýr forstjóri muni ekki koma úr röðum starfsmanna fyrirtækisins né frá Suðurnesjum. Heyra mátti á einum framkvæmdastjóra Keflavíkurverktaka í samtali við blaðið í gær að ekki hafi átt að gera auglýsinguna áberandi á Suðurnesjum en hún verður einungis birt í Morgunblaðinu. Því megi lesa úr orðum hans að ráða eigi „nýtt blóð“, þ.e. mann utan svæðisins til að taka við nýju sameinuðu fyrirtæki sem sumir reyndar telja gott fyrir nýtt fyrirtæki á gömlum grunni....Girnilegt fyrir ÍAV?Síðan er spurning hvað gerist eftir sameiningu. Munu Íslenskir aðalverktakar með dótturfyrirtækið Verkafl í fararbroddi reyna við ýmsa stóra hluthafa í Keflavíkurverktökum og ná sér þannig í góðan hlut í fyrirtækinu. Þessi möguleiki hefur heyrt manna í milli, m.a. vegna „upp-kaupa“ Verkafls á fyrirtækjum neðan girðingar að undanförnu...Góður arðurAðildarfélög Keflavíkurverktaka hafa á aðalfundum sínum ákveðið að greiða hluthöfum sínum ríkulegan arð enda gengi þeirra flestra verið gott en önnur ástæðan er án efa sameining aðildarfyrirtækjanna í eitt. Heyrst hefur að einstaklingar hafi verið að fá frá 5 til 15 millj. kr. í arð..