SVART & SYKURLAUST
Pjakkarnir geta hent sínum!Tollgæslan í Keflavík hefur nú í sinni vörslu einn glæsilegasta jeppa sem fluttur hefur verið til landsins. Blaðinu barst hringing á mánudaginn þar sem ónefndur aðili sagði okkur frá bílnum. Þegar viðkomandi var að lýsa bifreiðinni fyrir blaðamanni átti hann ekki nógu stór orð yfir bílinn en sagði, til að leggja áherslu á mál sitt „Pjakkarnir geta bara hent öllum sínum bílum“...SAGAN GRAFIN UPPÓhætt er að segja að hluti úgerðarsögu Sandgerðis hafi verið grafin upp í síðustu viku. Þá var grafa dýpkunarprammans að störfum við norðurgarð Sandgerðishafnar og aldrei á ævinni höfðu menn séð annan eins fjölda af gömlum hjólbörðum samankominn á einum stað. Ástæðan? Jú, hjólbarðar hafa verið vinsæl fríholt á bátum í gegnum árin og greinilegt að fjöldi þeirra hafði endað á botni hafnarinnar í Sandgerði.ERTU EKKI MEÐ DIGITAL?Það er greinilegt að fólk fylgist vel með því hvaða tækjabúnað ljósmyndarar Víkurfrétta nota. Við höfum verið duglegir að nýta okkur stafræna ljósmyndatækni og höfum til þess tvær myndavélar. Þegar ljósmyndari blaðsins sást með „gömlu góðu“ myndavélina um síðustu helgi var hann tvívegis spurður „Hva... ertu ekki með digital?“.EMIL STOFNAR FYRIRSÆTUUMBOÐ!Emil Páll Jónsson, fyrrum ritstjóri Suðurnesjafrétta, og 22 ára gömul stúlka, Laufey Dóra Guðbjargardóttir hafa stofnað fyrirtækið LDE ehf. í Keflavík. Fyrirtækið mun m.a. starfa á sviði innflutnings á heilsubótarefnum og einnig starfrækja fyrirsætuumboð. Þá mun fyrirtækið sjá um söfnun auglýsinga og verktakastarfsemi í útgáfu prentaðs máls. Heyrst hefur að Emil Páll ætli sér í útgáfu á blaði hálfsmánaðarlega. Gárungarnir voru fljótir að sjá jákvæðu hliðarnar á nýja fyrirtækinu hjá Emil Páli, sem verður fimmtugur eftir nokkra daga, og þeirri 22 ára gömlu. Þau fóðra bara fyrirsæturnar á heilsubótarefnum áður en þau senda fyrirsæturnar út í hinn stóra heim...