Svalur fermingardagur á Suðurnesjum
Í morgun kl. 09 var norðlæg átt, víða 8-15 m/s. Á norðanverðu landinu var snjókoma, en léttskýjað suðaustanlands. Hiti var frá 2 stigum í Skaftafelli og á Vatnskarðshólum niður í 7 stiga frost í innsveitum norðaustanlands.
Yfirlit: Skammt NA af Færeyjum er 983 mb lægð sem grynnist smám saman, en 1028 mb hæð er yfir NA-Grænlandi. Við norðausturströndina er minnkandi 987 mb lægðardrag sem þokast S.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðlæg átt 10-18 m/s, en hægari austantil á landinu fram á kvöld. Snjókoma eða él, en skýjað með köflum og þurrt sunnanlands. Lægir talsvert vestantil á landinu á morgun og léttir til sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig víðast hvar.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Norðan 10-18 m/s, hvassast við ströndina og stöku él. Norðan 8-13 og léttir til á morgun. Frost 0 til 5 stig.
Yfirlit: Skammt NA af Færeyjum er 983 mb lægð sem grynnist smám saman, en 1028 mb hæð er yfir NA-Grænlandi. Við norðausturströndina er minnkandi 987 mb lægðardrag sem þokast S.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðlæg átt 10-18 m/s, en hægari austantil á landinu fram á kvöld. Snjókoma eða él, en skýjað með köflum og þurrt sunnanlands. Lægir talsvert vestantil á landinu á morgun og léttir til sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig víðast hvar.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Norðan 10-18 m/s, hvassast við ströndina og stöku él. Norðan 8-13 og léttir til á morgun. Frost 0 til 5 stig.