Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svaf úr sér í fangaklefa
Þriðjudagur 12. júlí 2005 kl. 09:43

Svaf úr sér í fangaklefa

Lögreglan í Keflavík var kölluð að skemmtistaðnum Paddy’s í nótt vegna mjög ölvaðrar konu. Hún fékk, að sögn lögreglunnar, að sofa úr sér áfengisvímuna í fangaklefa.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut þar sem hann var mældur á 110 km hraða en einnig var settur boðunarmiði á eina bifreið vegna vanrækslu á að færa hana til skoðunar á réttum tíma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024