Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svaf ölvunarsvefni undir stýri
Mánudagur 8. júní 2015 kl. 13:31

Svaf ölvunarsvefni undir stýri

- hafði ekið á verslunarhúsnæði og grindverk.

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af sex ökumönnum um helgina sem áttu það sammerkt að aka undir áhrifum fíkniefna eða áfengis, sumir þeirra hvorutveggja. Einn þeirra hafði neytt amfetamíns, metamfetamíns og áfengis og var þar að auki sviptur ökuréttindum. Annar svaf ölvunarsvefni undir stýri þegar lögreglu bar að. Viðkomandi var með öryggisbeltið spennt, en hafði náð að drepa á bifreiðinni. Sá hinn sami hafði ekið á verslunarhúsnæði og grindverk við það áður en hann lognaðist út af við stýrið. Bifreiðin var bæði klesst og rispuð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024