Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 11. ágúst 2003 kl. 13:31

Svaf ölvunarsvefni í barnaherbergi í röngu húsi

Tilkynnt var um óboðinn gest í húsi í Njarðvík stundarfjórðungi fyrir fimm aðfararnótt sl laugardags. Viðkomandi aðili hafði villst inn í húsið sökum ölvunar. Er lögreglan kom á staðinn var maðurinn sofnaður inni í barnaherbergi hússins. Hann var handtekinn og færður í fangahús lögreglunnar þar sem hann var látinn sofa úr sér áfengisvímuna.Lögreglan vill hvetja íbúa til þess að læsa bæði húsum sínum og bifreiðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024