Svæðisútvarp ekki fyrirhugað á Suðurnesjum
Ekki er fyrirhugað af hálfu Ríkisútvarpsins að hefja rekstur svæðisútvarps á Suðurnesjum, en þetta kom fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar alþingismanns á Alþingi á dögunum. Jón spurði ráðherra meðal annars hvar reknar væru svæðisstöðvar á vegum Ríkisútvarpsins og hvort búast mætti við að RÚV myndi setja á fót svæðisútvarp á Suðurnesjum.
Menntamálaráðherra sagði í svari sínu að það væri innri ákvörðun Ríkisútvarpsins hvort það hyggi á rekstur svæðisútvarps á Suðurnesjum og að ráðuneytið myndi ekki beita sér í málinu. Fram kom í máli ráðherra að rekstur svæðisútvarps á fjórum stöðum á landinu kosti Ríkisútvarpið um 100 milljónir króna á ári.
Jón Gunnarsson sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri ósáttur við svör ráðherra. „Mín skoðun er sú að það sé óþolandi mismunun að við íbúar Suðurnesja skulum ekki geta fengið sömu þjónustu og aðrir af hálfu ríkisútvarpsins.“
Menntamálaráðherra sagði í svari sínu að það væri innri ákvörðun Ríkisútvarpsins hvort það hyggi á rekstur svæðisútvarps á Suðurnesjum og að ráðuneytið myndi ekki beita sér í málinu. Fram kom í máli ráðherra að rekstur svæðisútvarps á fjórum stöðum á landinu kosti Ríkisútvarpið um 100 milljónir króna á ári.
Jón Gunnarsson sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri ósáttur við svör ráðherra. „Mín skoðun er sú að það sé óþolandi mismunun að við íbúar Suðurnesja skulum ekki geta fengið sömu þjónustu og aðrir af hálfu ríkisútvarpsins.“