Svæði til útikennslu í Sjómannagarðinum í Grindavík
Kennarar við Grunnskóla Grindavíkur hafa óskað eftir svæði til útikennslu. Skipulags- og umhverfisnefnd hefur gefið vilyrði fyrir svæði í Sjómannagarði við Mánagötu.
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að veita 1 milljón króna til framkvæmda í fjárhagsáætlun ársins 2013 og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslumála að skipa vinnuhóp starfsfólks leik- og grunnskóla til að útfæra verkefnið.