Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðja rís í Vogum
Frá uppsetningu verksmiðjunnar í Vogum. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Þriðjudagur 8. ágúst 2017 kl. 06:00

Súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðja rís í Vogum

Ný köfnunarefnis- og súrefnisverksmiðja ÍSAGA rís nú í Vogum. Skóflustunga að verksmiðjunni var tekin fyrir tæpu ári. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan taki til starfa í október næstkomandi.
 
Byrjað var að reisa fyrstu turna verksmiðjunnar í vikunni en þeir eru nokkuð áberandi og sjást langt að.
 
„Fjárfestingin í verksmiðjunni er stór á okkar mælikvarða, um 2,5 miljarðar króna. Það má með sanni segja að um sé að ræða umhverfisvæna starfsemi, því hráefnið er andrúmsloftið og útblásturinn hrein vatnsgufa,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum um framkvæmdina þegar skóflustungan var tekin í fyrra.
 
Áætlanir ÍSAGA gera ráð fyrir að verksmiðjan verði tilbúin og framleiðsla hafin í október 2017. ÍSAGA og Sveitarfélagið Vogar hafa jafnframt undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að stefnt sé að flutningi annarrar starfsemi félagsins í Voga á næstu árum. Þeirri starfsemi fylgja á bilinu 30 – 40 störf, sem er dágóð fjölgun starfa í sveitarfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024