Súpufundur um Evrópumálin á Reykjanesi
Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, efnir til hádegisfundar um Evrópumálin í matsal Keilis á Ásbrú á flugvallarsvæðinu, þriðjudaginn 16. október kl. 12:15-13:00.
Á fundinum fjallar Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, um gang aðildarviðræðnanna við Ísland og stöðu mála innan Evrópusambandsins og svarar spurningum. Sendiherrann talar á ensku en boðið verður upp á endursögn á íslensku.
Jafnframt kynnir framkvæmdastýra Evrópustofu, Birna Þórarinsdóttir, starfsemi upplýsingamiðstöðvar ESB á Íslandi.
Fundurinn er opinn öllum, og boðið upp á súpu og brauð.
Hvað viltu vita?
Fundurinn á Ísafirði er liður í áformum Evrópustofu að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB. Í því skyni er m.a. efnt til opinna kynningar- og umræðufunda víðsvegar um landið með sendiherra ESB. Fundir hafa nú þegar verið haldnir á Akureyri, Egilsstöðum, í Neskaupstað, Reykjavík og á Ísafirði.