Súpufundur á Marriott með eigendum fyrirtækja í Grindavík
Boðið verður upp á súpufund fyrir fyrirtæki í Grindavík í hádeginu 7. desember þar sem fyrirtækjum gefst kostur á því að hittast og eiga samtal en ýmsir sérfræðingar hafa verið boðaðir til fundarins til þess að auka gæði upplýsingagjafarinnar.
Fannar Jónasson bæjarstjóri verður á fundinum auk Sigurðar Arnari Kristmundssyni hafnarstjóra en einnig mæta á fundinn fulltrúar frá Vinnumálastofnun, Náttúruhamfarastofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og mögulega fulltrúi frá HS Veitum.
Fundurinn verður haldinn á Mariott hótelinu í Reykjanesbæ og hefst kl. 12:00.