Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 23. mars 2000 kl. 14:52

Súpermann hitti Súpermann í Bláa lóninu

Leikarinn Dean Cain, sem þekktastur er fyrir að leika fréttamanninn Clark Kent (Súpermann) í þáttunum um Lois & Clark kom við í Bláa lóninu um síðustu helgi og vakti mikla athygli.Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri Bláa lónsins sagði í samtali við fréttavef vf.is að á sama tíma og Dean Cain hafi komið í lónið hafi verið þar seggjapartý og tilvonandi brúðgumi hafi verið klæddur í Súpermann-galla. Þar má því segja að Súpermann hafi hitt fyrir tvífara sinn og var haft mikið gaman af.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024