Súper-þristurinn tilbúinn til flutnings
Douglas C-117D flugvél Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem gefin hefur verið á flugminjasafnið að Hnjóti í Örlygshöfn, hefur verið hlutuð í sundur og komið fyrir á flutningabílum sem munu flytja hana vestur að Örlygshöfn við Patreksfjörð. Skrokkur vélarinnar er á einum bíl, mótorar ásamt hjólastelli á öðrum og vængirnir verða á þeim þriðja. Án efa myndarleg bílalest sem senn mun halda frá Suðurnesjum. Meðfylgjandi mynd var tekin af bílalestinni þar sem hún stóð reyndar mannlaus á Patterson-flugvelli við sprengjugeymslur Varnarliðsins undir kvöld.Varnarliðið hefur afhent flugminjasafninu að Hnjóti í Örlygshöfn gamla flutningaflugvél sem staðið hefur sem minnisvarði á Keflavíkurflugvelli undanfarinn aldarfjórðung. Flugvélin, sem er af gerðinni Douglas C-117D er endurbætt útgáfa af hinum fræga Douglas DC-3 "Þristi" eða C-47/R-4D eins og hann hét hjá flugher og flota. C-117D eða "Súper Þristarnir" leystu á sínum tíma af nokkrar C-47 flugvélar sem þjónað höfðu Varnarliðinu frá upphafi, meðal annars við leitar og björgunarstörf á árum áður, en þó einkum við fólks- og vöruflutninga til Hafnar í Hornafirði og Þórshafnar á Langanesi vegna ratsjár- og fjarskiptastöðvanna á Stokksnesi og Heiðarfjalli. Tvær C-47 og ein C-117D flugvélar Varnarliðsins komu við sögu í Vestmannaeyjagosinu árið 1973.
Helstu endurbætur þær sem gerðu C-117D frábrugðnar upprunalegu útgáfu þessarar þrautreyndu flugvélartegundar voru öflugri hreyflar, stærri stél- og vængfletir, straumlínulagaðri hreyfil- og hjólhlífar og lengri búkur sem ásamt styrkingu flugvélarinnar allrar jók hraða, burðargetu drægi hennar talsvert. Þær voru í notkun hjá flugdeildum bandaríska flotans og landgönguliðs flotans víða um heim til ársins 1982.
Þessi tiltekna flugvél sem ber raðnúmerið 17191hjá Bandaríkjaflota var smíðuð árið 1944. Hún þjónaði lengi í flutningadeildum flotans við Kyrrahaf og víðar en kom til varnarliðsins í september árið 1973. Flugvélin átti yfir 20.000 flugstundir að baki er henni var komið fyrir á stalli sínum árið 1977.
Flugminjasafnið naut aðstoðar slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli, Íslenskra aðalverktaka og fyrirtækisins ÓR krana við að taka flugvélina í sundur og undirbúa fyrir flutninginn að Hnjóti sem Þorstinn Kroyer og Arnar Guðnason hjá verktakafyrirtækinu Alefli í Reykjavík annast.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Helstu endurbætur þær sem gerðu C-117D frábrugðnar upprunalegu útgáfu þessarar þrautreyndu flugvélartegundar voru öflugri hreyflar, stærri stél- og vængfletir, straumlínulagaðri hreyfil- og hjólhlífar og lengri búkur sem ásamt styrkingu flugvélarinnar allrar jók hraða, burðargetu drægi hennar talsvert. Þær voru í notkun hjá flugdeildum bandaríska flotans og landgönguliðs flotans víða um heim til ársins 1982.
Þessi tiltekna flugvél sem ber raðnúmerið 17191hjá Bandaríkjaflota var smíðuð árið 1944. Hún þjónaði lengi í flutningadeildum flotans við Kyrrahaf og víðar en kom til varnarliðsins í september árið 1973. Flugvélin átti yfir 20.000 flugstundir að baki er henni var komið fyrir á stalli sínum árið 1977.
Flugminjasafnið naut aðstoðar slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli, Íslenskra aðalverktaka og fyrirtækisins ÓR krana við að taka flugvélina í sundur og undirbúa fyrir flutninginn að Hnjóti sem Þorstinn Kroyer og Arnar Guðnason hjá verktakafyrirtækinu Alefli í Reykjavík annast.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson