Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnanáttir og hlýindi
Mánudagur 26. október 2009 kl. 08:11

Sunnanáttir og hlýindi


Suðlægar áttir með hlýindum og vætu einkenna veðurspá vikunnar. Veðurspá næsta sólarhringinn fyrir Faxaflóasvæðið hljóðar upp á hægviðri, skýjað en dálítil súld eða rigning með köflum. Suðaustan 3-8 m/s í kvöld, en 5-13 á morgun. Hiti 3 til 9 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Hægviðri og lítilsháttar rigning eða súld. Austan 3-8 m/s í kvöld, en 5-13 eftir hádegi á morgun. Hiti 3 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:

Austan 5-13 m/s, hvassast og rigning með S-ströndinni, en annars skýjað. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast sunnanlands, en vægt frost í innsveitum á Norðurlandi.

Á miðvikudag:

Austan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s, en hvassari við suðurströndina og á Vestfjörðum. Hægari um kvöldið. Rigning eða súld sunnan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hlýnar í veðri.

Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag:

Suðaustan- og sunnanátt með vætusömu veðri, einkum sunnantil. Milt í veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024