Sunnanátt og skúrir í dag
				
				Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan 5-10 m/s og skúrir sunnan- og vestanlands en léttir til norðaustantil. Snýst í norðan og norðvestan 13-18 m/s, fyrst vestantil á landinu síðdegis, en austantil með kvöldinu. Éljagangur norðantil á landinu, en léttir til syðra. Lægir smám saman á morgun, fyrst vestantil og minnkandi él norðantil. Hiti 2 til 8 stig, en kólnandi veður síðdegis, frost 0 til 7 stig í nótt og á morgun.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				