Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 14. maí 2004 kl. 09:01

Sunnanátt og skúrir

Klukkan 6 var austlæg átt, víða 5-10 m/s, en heldur hvassari við suðurströndina. Þokusúld eða skúrir um norðan- og austanvert landið, en annars skýjað að mestu. Hiti 3 til 9 stig, hlýjast á Skrauthólum.

Austanátt, víða 8-13 m/s og rigning eða súld með morgninum, en hægari og þurrt að kalla norðaustantil framan af degi. Sunnan og suðvestan 5-10 og skúrir sunnantil síðdegis. Úrkomulítið í kvöld og nótt, en dálítil rigning um norðanvert landið fram eftir nóttu. Austan 8-13 á morgun og fer að rigna sunnantil eftir hádegi, en síðdegis fyrir norðan. Hiti yfirleitt 3 til 10 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024