Sunnanátt með slyddu eða rigningu
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir hægri norðlægri átt og björtu með köflum. Frost 0 til 7 stig. Sunnan 8-13 og slydda eða rigning síðdegis á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hæg norðlæg átt og léttskýjað, en líkur á stöku éljum. Frost 0 til 5 stig. Sunnan 5-10 og dálítil rigning eða slydda síðdegis á morgun. Hlýnandi veður.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Gengur í sunnan 8-13 með slyddu eða rigningu og 0 til 5 stiga hita vestantil síðdegis. Annars hægari vindur, úrkomulítið og frost 0 til 7 stig.
Á sunnudag:
Snýst í vaxandi austan- og síðar norðaustanátt. Slydda eða rigning S- og A-lands, annars úrkomulítið, en snjókoma fyrir norðan síðdegis. Vægt frost N-lands, annars 0 til 5 stiga hiti.
Á mánudag:
Norðanátt og él, en léttir til á S- og V-landi. Kólnandi veður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Hæglætisveður og víða þurrt. Fremur kalt í veðri.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðaustanátt og heldur hlýnandi veður.