Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnanátt í dag
Þriðjudagur 17. febrúar 2004 kl. 09:25

Sunnanátt í dag

Klukkan 6 var suðlæg átt, víða 10-15 m/s um landið vestanvert, en annars yfirleitt 5-10. Rigning eða súld á stöku stað vestantil, en skýjað með köflum og sumstaðar léttskýjað austantil. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast á Sauðanesvita.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Gert er ráð fyrir stormi (meira en 20 m/s) norðvestanlands og á Miðhálendinu.

Vaxandi sunnanátt, 10-18 m/s nálægt hádegi og sums staðar 18-23 norðvestantil á landinu. Skýjað en úrkomulítið norðaustanlands, annars súld eða rigning og talsverð úrkoma í nótt og á morgun. Sunnan 15-20 m/s á morgun, en hægari vindur í fyrstu og slydda á Vestfjörðum. Hiti á bilinu 3 til 10 stig víðast hvar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024