Sunnan 8-15 og hiti 2 til 7 stig, fer kólnandi
Sunnanátt, víða 10-15 m/s. Vætusamt, einkum á SA-landi en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 8 stig. Suðvestanátt með hvössum élum í nótt og á morgun, einkum S- og V-til. Kólnandi veður.
Faxaflói
Sunnan 8-15 og rigning eða skúrir. Hiti 2 til 7 stig. Suðvestlægari með hvössum éljum í nótt og á morgun. Kólnandi veður.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Sunnan 8-13 og rigning eða skúrir. Hiti 2 til 6 stig. Suðvestanátt með hvössum éljum í nótt og á morgun. Hiti um eða yfir frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðvestan 8-15 m/s og rigning eða súld, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 8 stig en um frostmark NA-til.
Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg átt, yfirleitt 5-13 m/s, hvassast NV-til. Milt veður og rigning eða súld, þó síst NA-lands.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir suðlægar áttir með úrkomu víða um land. Hiti breytist lítið.