Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnan 13-20 m/s og skúrir eða slydduél í dag
Sunnudagur 11. mars 2007 kl. 10:10

Sunnan 13-20 m/s og skúrir eða slydduél í dag

Í morgun kl. 9 var suðlæg átt, víða 15-22 m/s og skúrir, slydduél eða haglél sunnan- og vestanlands og eldingar voru á Kirkjubæjarklaustri. Norðausta- og austanlands var vindur hægari og þurrt. Hiti var 0 til 6 stig.

Yfirlit
Um 250 km vestur af Reykjanesi er víðáttumikil og kröpp 950 mb lægð, sem þokast austur og síðar norðaustur og grynnist smám saman.


Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) við S-ströndina og á Miðhálendinu. Spá: Sunnan og suðaustan 13-23 m/s, hvassast suðvestanlands. Víða skúrir eða slydduél, en þurrt að kalla norðaustanlands. Lægir með kvöldinu. Snýst í norðan og norðvestan 5-13 með éljum á morgun, fyrst vestantil, en suðvestan og vestan 8-15 sunnan- og suðaustantil seinni partinn. Hiti 0 til 7 stig, en kólnar norðvestanlands á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa  til kl. 18 á morgun:
Sunnan 13-20 m/s og skúrir eða slydduél, en lægir í kvöld. Norðvestan og norðan 5-10 í fyrramálið og stöku skúrir. Hiti 2 til 6 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024