Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sungu varðskipsmenn í skiptum fyrir olíu?
Miðvikudagur 14. febrúar 2018 kl. 15:44

Sungu varðskipsmenn í skiptum fyrir olíu?

Varðskipið Þór er nú í höfn í Keflavík. Skipið kom til hafnar nú eftir hádegið og biðu fulllestaðir olíubílar við höfnina. Tilgangur heimsóknar varðskipsins var einmitt að taka olíu.
 
Grínast var með það á bryggjunni að varðskipsmenn ætluðu að syngja fyrir olíubílstjórana og fá olíu í skiptum fyrir sönginn. Í dag er öskudagur og ýmislegt góðgæti hefur fengist í skiptum fyrir fallegan söng. Sjóarasöngvar ættu því hugsanlega að duga fyrir a.m.k. einhverjum lítrum af eldsneyti.
 
Myndirnar voru teknar þegar Þór kom til „heimahafnar“ í Keflavík. Barist hefur verið fyrir því öðru hvoru að fá Landhelgisgæsluna til Suðurnesja þannig að heimahöfn skipa gæslunnar verði í Reykjanesbæ.
 
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

 
 
 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024