Sundmiðstöðin verður opin í samkomubanni
Tveir metrar á milli gesta í búningsklefum, sturtum og pottum
Sundmiðstöðin í Keflavík verður opin í samkomubanni. Eimbað, kaldur pottur og rennibraut verður lokað.
Farið verður að tilmælum almannavarna um fjöldatakmarkanir en fækka þarf skápum sem eru í notkun vegna fjarlægðarreglna.
Sundleikfimi eldri borgara verður felld niður.
Aukin þrif verða í Sundmiðstöðinni, starfsfólk laugarinnar mun spritta og þrífa snertifleti reglulega, borð, skápa, sápuskammtara, salerni og þess háttar.
Þá verða gestir beðnir að passa upp á fjarlægðartilmæli sóttvarnarlæknis um tveggja metra bil sín á milli í búningsklefum, sturtum og pottum.
Ákvarðanir varðandi opnun sundlaugarinar verða endurskoðaðar eftir því sem fram líður og metnar eftir því hvernig til tekst út frá sóttvarnarsjónarmiðum.