Sundmiðstöðin opnuð á ný
Sundmiðstöðin í Keflavík opnaði á ný í gær eftir umfangsmiklar endurbætur og eru almennir sundlaugargestir farnir að láta sjá sig eftir um fjögurra vikna bið.
Jón Jóhannsson, forstöðumaður sundmiðstöðvarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að viðgerðum á þaki væri ekki lokið að fullu. „Það verður bara lokað einum potti í einu á meðan framkvæmdirnar á þakinu klárast, en sundlaugargestir ættu ekki að finna fyrir mikilli röskun.“
„Veðrið varð þess valdandi að við gátum ekki opnað fyrr,“ bætti Jón við. „Nú er hins vegar búið að skipta um efni á sundlaugarbakka. Þó að flísarnar hafi verið glæsilegar þegar þær voru fyrst settar upp voru þær farnar að láta á sjá. Í stað þeirra er flotefni með hitalögnum á gönguleið til að varna hálku.“
Jón segir aðsóknina vera að taka við sér smátt og smátt og á von á að fastagestir sem aðrir eigi eftir að láta sjá sig á næstunni.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Þessir hressu krakkar voru mætt laugina og létu rigninguna ekkert á sig fá
Jón Jóhannsson, forstöðumaður sundmiðstöðvarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að viðgerðum á þaki væri ekki lokið að fullu. „Það verður bara lokað einum potti í einu á meðan framkvæmdirnar á þakinu klárast, en sundlaugargestir ættu ekki að finna fyrir mikilli röskun.“
„Veðrið varð þess valdandi að við gátum ekki opnað fyrr,“ bætti Jón við. „Nú er hins vegar búið að skipta um efni á sundlaugarbakka. Þó að flísarnar hafi verið glæsilegar þegar þær voru fyrst settar upp voru þær farnar að láta á sjá. Í stað þeirra er flotefni með hitalögnum á gönguleið til að varna hálku.“
Jón segir aðsóknina vera að taka við sér smátt og smátt og á von á að fastagestir sem aðrir eigi eftir að láta sjá sig á næstunni.
VF-mynd/Þorgils Jónsson: Þessir hressu krakkar voru mætt laugina og létu rigninguna ekkert á sig fá