Fimmtudagur 16. ágúst 2007 kl. 13:21
Sundmiðstöðin lokuð í dag og fram eftir degi á morgun
Sundmiðstöðin við Sunnubraut verður lokuð það sem af er degi og fram eftir degi á morgun. Kaldavatnsæð fór í sundur við Faxabraut og verður miðstöðin lokuð á meðan viðgerðum stendur. Vonast er til að hægt verði að opna aftur um hádegi á morgun.
Vf-mynd: Úr myndasafni.