Sundmiðstöðin lokuð - tekur vatn á við 200 hús
Sundmiðstöðin Vatnaveröld í Reykjanesbæ var opnuð á miðvikudagsmorgun en var snarlega lokuð aftur tveimur klukkustundum síðar. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ getur þetta ástand varað í nokkra daga.
Ástæða lokunarinnar er að hitaveitukerfið er ekki búið að ná fullum þrýstingi en heita vatnið var ekki að fullu komið á í Garði og Sandgerði og í einhverjum hverfum í Reykjanesbæ.
Að sögn forstöðumanns Sundmiðstöðvarinnar tekur hún til sín mikið vatn eða á við rúmlega tvöhundruð hús.