Sundmiðstöð fæst gefins!
– Hlutir úr sundmiðstöð gefins eða til sölu ódýrt
Grindavíkurbær flytur búningsaðstöðu fyrir sundmiðstöð yfir í ný íþróttamannvirki á næstu dögum. Af því tilefni býðst þeim sem hafa áhuga á að ná sér í blöndunartæki, vaska, klósett, skápa, hillur og fleira endurgjaldslaust eða gegn vægu gjaldi eftir því sem við á. Hægt verður að nálgast hlutina í húsnæði sundlaugarinnar föstudaginn 10.apríl milli kl: 14:30 og 16:30.
Reglan fyrstir koma fyrstir fá gildir. Ætlast er til þess að fólk komi með sín eigin verkfæri til að fjarlægja hlutina. Einungis má taka þá hluti sem eru merktir greinilega með lit. Litinn má svo þrífa af við heimkomu.
Engin ábyrgð er tekin á hlutunum og þá sérstaklega blöndunartækjum, mælst er með því að fólk láti fagmann setja tækin upp á nýjan leik.
Hlutina má sjá á hér.