Sundliðið fagnar frábærum sigrum
Lið ÍRB hittist í kvöld í K-húsinu við Hringbraut til að fagna frábærum sigri á Sundmeistaramóti Íslands. Krakkarnir voru að vonum glaðir með árangurinn og var grillað í tilefni af þessum frækna sigri. Það sást ekki annað en að krökkunum líkaði vel við hamborgarann og borðuðu sumir þrjá enda hafa ekkert borðað nema hollan mat fyrir og á meðan keppninni stóð. Eftir grillmatinn var síðan stillt sér upp fyrir myndatöku hjá Víkurfréttum. Þegar myndatakan var búin tóku þjálfarar og aðstandendur lokin af bikurunum og þá kom í ljós að þeir voru fullir af sælgæti. Hópuðust þá krakkarnir í kringum bikarinn og fengu sér sætindi. Yngsta kynslóðin lék sér á fótboltavellinum á meðan þeir eldri ræddu um nýafstaðið mót.
Á mótinu í Kópavogi um helgina vann liðið til 11 gullverðlauna, 9 silfurverðlauna og 10 bronsverðlauna, eða alls 30 verðlaun. Lið SH var í öðru sæti með 10 gull, 11 silfur og 2 brons og lið Ægis í þriðja sæti með 9 gull, 3 silfur og 6 brons Þetta var þriðja árið í röð sem liðsmenn ÍRB unnu liðakeppni Sundmeistaramóts Íslands.
Þeir einstaklingar sem unnu til Íslandsmeistaratitla á Sundmeistaramótinu 2004 voru: Hilmar Pétur Sigurðsson í 1500m skriðsundi, Guðni Emilsson í 200m bringusundi, Þóra Björg Sigurþórsdóttir í 200m baksundi, Erla Dögg Haraldsdóttir í 200m bringusundi, 50m bringusundi, 100m flugsundi og 200m flugsundi og Birkir Már Jónsson í 200m skriðsundi, 100m baksundi, 200m baksundi og 50m baksundi.
Lið ÍRB hittist í kvöld í K-húsinu við Hringbraut til að fagna frábærum sigri á Sundmeistaramóti Íslands. Krakkarnir voru að vonum glaðir með árangurinn og var grillað í tilefni af þessum frækna sigri. Það sást ekki annað en að krökkunum líkaði vel við hamborgarann og borðuðu sumir þrjá enda hafa ekkert borðað nema hollan mat fyrir og á meðan keppninni stóð. Eftir grillmatinn var síðan stillt sér upp fyrir myndatöku hjá Víkurfréttum. Þegar myndatakan var búin tóku þjálfarar og aðstandendur lokin af bikurunum og þá kom í ljós að þeir voru fullir af sælgæti. Hópuðust þá krakkarnir í kringum bikarinn og fengu sér sætindi. Yngsta kynslóðin lék sér á fótboltavellinum á meðan þeir eldri ræddu um nýafstaðið mót.
Myndin: Hópurinn stillir sér upp. VF-ljósmynd/Atli Már Gylfason.