Sundlaugin opin lengur í sumar
Opnunartími Sundmiðstöðvarinnar í Reykjanesbæ verður lengdur frá og með 1. júní. Með því er komið til móts við óskir íbúa um lengingu opnunartíma, er fram kemur á vef Reykjanesbæjar.
Á mánudögum verður opið frá kl. 6:30 - 22, á föstudögum frá 6:30 - 20 og frá klukkan 9 - 18 um helgar. Þessir opnunartímar munu gilda til 31. ágúst. Eftir lokun hafa sundlaugagestir svo 15 mínútur til þess að yfirgefa sundmiðstöðina.
Frá 6. júní til 21. ágúst verður sundlaugin í Njarðvík lokuð, en opið verður í heita potta, gufu og æfingastöð Massa mánudaga til föstudaga frá klukkan 10 - 20.