Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sundlaugin opin lengur í sumar
Miðvikudagur 31. maí 2017 kl. 13:22

Sundlaugin opin lengur í sumar

Opnunartími Sundmiðstöðvarinnar í Reykjanesbæ verður lengdur frá og með 1. júní. Með því er komið til móts við óskir íbúa um lengingu opnunartíma, er fram kemur á vef Reykjanesbæjar.

Á mánudögum verður opið frá kl. 6:30 - 22, á föstudögum frá 6:30 - 20 og frá klukkan 9 - 18 um helgar. Þessir opnunartímar munu gilda til 31. ágúst. Eftir lokun hafa sundlaugagestir svo 15 mínútur til þess að yfirgefa sundmiðstöðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá 6. júní til 21. ágúst verður sundlaugin í Njarðvík lokuð, en opið verður í heita potta, gufu og æfingastöð Massa mánudaga til föstudaga frá klukkan 10 - 20.