Sundlaugarvatnið í Grindavík hækkar um 2,2 milljónir króna
HS veitur hf. hafa tilkynnt um breytingu á afsláttarkjörum sundlauga til kaupa á heitu vatni. Breytingin felur í sér að kostnaður Sundmiðstöðvar Grindavíkur vegna kaupa á heitu vatni mun hækka um 2,2 milljónir á ári frá 1. janúar 2012.
Bæjarráð Grindavíkur harmar að uppskipting Hitaveitu Suðurnesja verði nú til þess að kostnaður eykst við sölu á heitu vatni til almenningssundlauga á Suðurnesjum. HS veitur hf eru í einokunaraðstöðu við sölu á heitu og köldu vatni á svæðinu og skorar bæjarráð á stjórn félagsins að endurskoða ákvörðunina með fjárhagsstöðu sveitarfélaga á svæðinu í huga.