Sundlaugar í samstarf - frítt fyrir 18 ára og yngri á Suðurnesjum?
Samráðshópur um heilsueflandi samfélag á Suðurnesjum leggur til við sveitarfélögin á Suðurnesjum að fella niður gjöld fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára þvert á sveitarfélög. Einnig að árskort í sundlaugarnar gildi á milli sundlauga á Suðurnesjum.
Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur lagði til að öll árskort í sundlaugar á Suðurnesjum gildi á milli lauga á svæðinu að því gefnu að önnur sveitarfélög á Suðurnesjum samþykki tillögur samráðshópsins. Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt bókun frístunda- og menningarnefndar bæjarins.