Sundlaug, vaðlaug og heitir pottar við Stapaskóla
- íþróttahús mun nýtast UMFN til körfuknattleiksæfinga
Gert er ráð fyrir sundlaug við nýjan Stapaskóla sem mun nýtast til sundkennslu og sundæfinga fyrir sundráð ÍRB og fyrir almenning. Þá verður vaðlaug og heitir pottar.
Annar áfangi Stapaskóla var kynntur á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar þar sem Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, kynnti teikningar af 2. áfanga skólans.- Þar kom einnig fram að íþróttahúsið mun nýtast til íþróttakennslu við Stapaskóla og mun verða gott æfingahús fyrir körfuknattleiksdeild UMFN.