Sundlaug Grindavíkur lokuð vegna viðhalds
Sundlaug Grindavíkur var lokað í gær vegna viðgerðar á dúk vaðlaugarinnar en vonir standa til að viðgerð ljúki á miðvikudag. Þetta kemur fram á Grindavik.is.
Óhætt er að segja að tímasetningin sé ekki sú heppilegasta en tveir sólardagar hafa látið ljós sitt skína hér á Suðurnesjunum tvo daga í röð en erfitt hefur reynst að fá iðnaðarmenn í verkið vegna anna.