Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sundlaug Grindavíkur fær hjartastuðtæki
Mánudagur 5. apríl 2004 kl. 11:24

Sundlaug Grindavíkur fær hjartastuðtæki

Sundlaug Grindavíkur fékk hjartastuðtæki að gerðinni Zoll að gjöf frá Kvenfélagi Grindavíkur og Slysavarnadeildinni Þórkötlu í Grindavík á dögunum. Sundlaugin verður 10 ára þann 9. apríl næstkomandi og var gjöfin gefin af því tilefni. Félögin hafa í gegnum tíðina verið annt um öryggi sundlaugargesta en þegar sundlaugin var vígð fyrir 10 árum síðan gáfu félögin myndavélakerfi.
Á undanförnum mánuðum hafa hjartastuðtæki verið gefin af kvenfélögum og slysavarnafélögum á Suðurnesjum og eru slík tæki komin í allar sundlaugar á svæðinu.

Myndin: Við afhendingu tækisins í Sunlaug Grindavíkur. F.v. Guðbjörg frá slysavarnafélaginu, Birna frá Kvenfélaginu og Hermann forstöðumaður íþróttamannvirkja.
VF-ljósmynd/Kjartan Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024