Sumri fagnað með skólagöngu í FS
Nemendur og kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja mættu til starfa í morgun, sumardaginn fyrsta. Dagurinn er einn af fimm uppbótardögum skólans vegna verkfalls kennara í vetur.
Ekki var að sjá á nemendum að þeir væru ósáttir við það þó þeir þyrftu að mæta á þessum venjulega frídegi. Mikilvægt er að nýta tímann vel nú fyrir skólalok eftir þriggja vikna stopp vegna verkfalls.