Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sumarvinna skólafólks hjá Reykjanesbæ
Mánudagur 12. apríl 2010 kl. 17:53

Sumarvinna skólafólks hjá Reykjanesbæ

Vinnuhópur hjá Reykjanesbæ er að skoða með hvaða hætti bæjarfélagið geti boðið ungu skólafólki vinnu í sumar. Í fyrra var ungu atvinnulausu fólki boðin vinna í 4 vikur við ýmis umhverfisverkefni hjá bæjarfélaginu.


Ragnar Örn Pétursson íþróttafulltrúi sem er einn þeirra sem situr í vinnuhópnum segir að verið sé að skoða tvennt. Annars vegar vinnu fyrir ungt skólafólk sem ekki á möguleika á að skrá sig á atvinnuleysisbætur þegar skóla lýkur þar sem réttur til bóta er enginn. Hins vegar er bæjarfélagið í samstarfi með Vinnumálastofnun um úrræði fyrir ungt fólk 18-24 ára sem eru á atvinnuleysisbótum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Rúmlega sex hundruð ungmenni á aldrinum 17-24 ára búsett í Reykjanesbæ eru í framhaldsskólum, flestir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Um 250 ungmenni á aldrinum 18-24 ára og búsett í Reykjanesbæ eru skráð atvinnulaus hjá Vinnumálastofnun.

Ragnar Örn vonast til þess að vinnuhópurinn ljúki störfum í næstu viku og þá muni hann leggja fram tillögur til bæjarráðs. Því má bæta við að Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að leggja fram 250 milljónir króna í sjóð sem sveitarfélög og ríkisstofnanir geti sótt í vegna atvinnuverkefna fyrir ungt skólafólk. Ráðuneytið mun í næstu viku kynna reglur sjóðsins.