Sumarstörf ungmenna í Grindavík kosta 77 milljónir
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt samhljóða tillögu bæjarráðs um fjármögnun viðauka vegna sumarstarfa í Grindavík þetta sumarið.
Lögð var fram beiðni um viðauka að fjárhæð 76.987.000 króna vegna sumarstarfa ungmenna. Fjármögnun viðaukans er 22.416.000 krónur frá ríkinu og 54.571.000 krónur með lækkun á handbæru fé.