Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sumarstörf fyrir 35 námsmenn í Suðurnesjabæ
Föstudagur 15. maí 2020 kl. 14:39

Sumarstörf fyrir 35 námsmenn í Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær hefur auglýst laus störf til umsóknar fyrir sumarið 2020. Um er að ræða störf sem eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samvinnu við Vinnumálastofnun og er ætlað námsmönnum búsettum í sveitarfélaginu, 18 ára og eldri. Skilyrði ráðninga eu m.a. að nemendur séu á milli anna í námi (þ.e. að koma úr námi og skráður í nám að hausti) og er ráðningatímabilið tveir mánuðir.

Umsóknarfrestur er til 23. maí 2020 og umsóknir skal senda á póstfangið [email protected] með tilvísun í starf sem sótt er um.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar má lesa um störfin hér.

Suðurnesjabær fékk úthlutað 35 störfum fyrir atvinnuátakið. Ráðningartími námsmanna er að hámarki tveir mánuðir og fellur innan tímabilsins 01.06.20 - 31.08.20. Skilyrði er að umsækjendur hafi búsetu í sveitafélaginu.